Um Dalíu

Fyrir fjórum árum keypti fyrirtækið D9 ehf. bankahúsið í Búðardal sem stendur við Miðbraut 15.

D9 er að stærstum hluta í eigu hjónanna Leifs Steins Elíssonar og Sveinbjargar Júlíu Svavarsdóttur og hafa þau síðan 2019 staðið fyrir framkvæmdum í húsinu sem var byggt árið 1970 og hýsti Búnaðarbankann, KB banka og síðast Arionbanka.

Í Dalíu er veislusalur sem rúmar 60 manns í sæti við borð en 80 í sæti án borða. Á efri hæð eru 5 svefnherbergi með salernis- og sturtuaðstöðu ásamt eldhúsi.

Húsið að Miðbraut 15 þekkist nú undir nafninu Dalía, sem er menningar- og fræðslusetur. Þar er bæði gistiaðstaða og salur sem m.a. hefur verið notaður til tónleikahalds, kynninga og fræðslu.

Dalía býður upp á marga möguleika. Staðsetningin er mjög góð og húsið er áberandi. Það er kjörið menningarsetur eða samkomustaður fyrir fólkið á svæðinu. Það að hafa einhverja starfsemi í húsinu auðgar mannlífið.

Unnið hefur verið að breytingum í Dalíu allt frá árinu 2019. Eins og svo mörgu öðru seinkaði heimsfaraldur framkvæmdunum. Húsið var innréttað sem banki og hefur það því gengið í gegnum verulega endurnýjun. Búið er að skipta um allar lagnir í húsinu, setja nýja ofna á efri hæð og gólfhita á þá neðri og loka á milli hæða. Þá er búið að skipta um gólfefni, fella veggi og reisa aðra.

Veislusalur

Dalía býðst til leigu fyrir viðburði. Húsnæði Dalíu hentar prýðilega fyrir viðburði af ýmsum gerðum. Vinsamlegast hafið samband til að ræða möguleikana.