Soffía Meldal og Daníel Andri mæta í Dalíu, Búðardal og halda tónleika föstudagskvöldið 28. júní.
Á tónleikunum langar þau að kinka kolli til íslenskra laga og textahöfunda og verða því á dagkrá einungis lög eftir íslenska tónlistarmenn.
Soffía Meldal er ung söngkona uppalin í Búðardal, búsett á Akureyri. Hún lauk framhaldsnámi í rytmískum söng úr Tónlistarskólanum á Akureyri í vor. Soffía hefur sungið á ýmsum viðburðum innan sem og utan tónlistarskólans á síðustu árum.
Daníel Andri er ungur gítarleikari, búsettur á Akureyri. Hann hefur komið að fjölda tónlistarverkefna í gegnum tíðina og verið virkur í tónlistarlífinu fyrir norðan.
Daníel spilar t.a.m. í Færibandinu, kennir ungum sem öldnum á gítar, heldur úti pubkvissum og er trúbador.
Húsið opnar kl. 17:30 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Drykkir, ostar o.fl. verða til sölu á barnum.
Aðgangseyrir er 3500kr og greiðist við innganginn.
Soffía Meldal og Daníel Andri mæta í Dalíu, Búðardal og halda tónleika föstudagskvöldið 28. júní.
Á tónleikunum langar þau að kinka kolli til íslenskra laga og textahöfunda og verða því á dagkrá einungis lög eftir íslenska tónlistarmenn.
Soffía Meldal er ung söngkona uppalin í Búðardal, búsett á Akureyri. Hún lauk framhaldsnámi í rytmískum söng úr Tónlistarskólanum á Akureyri í vor. Soffía hefur sungið á ýmsum viðburðum innan sem og utan tónlistarskólans á síðustu árum.
Daníel Andri er ungur gítarleikari, búsettur á Akureyri. Hann hefur komið að fjölda tónlistarverkefna í gegnum tíðina og verið virkur í tónlistarlífinu fyrir norðan.
Daníel spilar t.a.m. í Færibandinu, kennir ungum sem öldnum á gítar, heldur úti pubkvissum og er trúbador.
Húsið opnar kl. 17:30 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Drykkir, ostar o.fl. verða til sölu á barnum.
Aðgangseyrir er 3500kr og greiðist við innganginn.